Kortlagning klasa

Kortlagning klasa er mikilvægur þáttur við greiningu á samkeppnishæfni þjóða og atvinnugreina. Slík kortlagning felur í sér skipulagningu á samspili lykilaðila sem hafa hagsmuni af því að samstarf innan klasans dafni. Klasasamstarf stuðlar að nýsköpun og eykur verðmæti. Það endurspeglar tengslanet sem skapar ný tækifæri, eflir þau fyrirtæki sem eru til staðar og stuðlar að stofnun nýrra. Samvinna fæðir af sér nýjar hugmyndir og eykur styrk allra sem þátt taka í verkefninu. Dæmi um klasakort jarðvarmaiðnaðarins á Íslandi má sjá hér