Klasastjórnun

Samstarf innan klasa er ýmist sjálfsprottið eða skipulagt. Rannsóknir sýna að formlegt samstarf klasa með skýrri stefnu leiði til hraðari framþróunar hans, og þar gegnir klasastjórnun lykilhlutverki. Samkvæmt rannsókn sem gerð var meðal 143 klasastjóra í Evrópu árið 2010 kom skýrt fram að áhrifin af þjónustu klasastjórans í þágu einstakra aðila klasans eru gríðarlega mikilvæg og eru jákvæð fyrir framþróun þátttakenda í klasanum.