Klasasamstarf í ferðaþjónustu

Þann 9. október árið 2012 var haldinn upphafsfundur í klasasamstarfi innan íslensku ferðaþjónustunnar í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfir 40 aðilar undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar í anda klasaaðferðafræði prófessors Michael Porters. Meðal þeirra sem gerðust stofnaðilar að samstarfinu eru lykilfyrirtæki á sviði ferðaþjónustu, opinberir aðilar og fyrirtæki sem styðja við eða eiga samstarf við greinina.

Eitt helsta markmið samstarfsins er að auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun innan íslensku ferðaþjónustunnar. Vinnuferlið skiptist í eftirfarandi þrjá fasa; kortlagningu og greiningu, samstarfsmótun og innleiðingu. 

Hér má nálgast erindin sem flutt voru á upphafsfundinum í Norræna Húsinu.

Þann 26. september 2013 var svo haldinn fjölmennur fundur á Hilton Reykjavík Nordica þar sem niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa voru kynntar. Nálgast má samantekt niðurstaðna í eftirfarandi skýrslu Virðisauki í ferðaþjónustu. Upptökur frá fundinum, ásamt nánari upplýsingum um klasasamstarfið, má svo finna inni á heimasíðu klasans: www.icelandtourism.is.

Meðfylgjandi mynd sýnir tímalínu íslenska ferðaklasans: