Iceland Geothermal


Gekon ehf. hefur haft veg og vanda að kortlagningu íslenska jarðvarmaklasans. Á árinu 2010 var unnin ítarleg greiningarvinna á íslenska jarðvarmaklasanum undir stjórn Michael Porters og Christian Ketels frá Harvard. Niðurstöður þessarar greiningar voru kynntar á ráðstefnunni Iceland Geothermal 2010 sem haldin var í Reykjavík þann 1. nóvember 2010. Í kjölfarið fór fram samstarfsmótun og innleiðingarferli klasasamstarfsins þar sem klasaaðilar tóku höndum saman.

15.febrúar 2013 var sérstakt félag stofnað um Iceland Geothermal. Stjórn þess gerði samkomulag við Gekon um að fyrirtækið sæi um að leiða klasasaamstarfið. 

Nánari upplýsingar um klasasamstarfið má finna á heimasíðu klasans: www.icelandgeothermal.is