Tengslanet

Tengslanet Gekon er einn af hornsteinunum í starfsemi félagsins.  

Michael E. Porter, prófessor við Harvard Business School er einn þekktasti núlifandi fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni. Hákon Gunnarsson, stofnandi Gekon, komst í kynni við hann árið 2005 á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Þar féllst prófessor Porter á þá hugmynd Hákonar að hann myndi sækja Ísland heim og halda hér fyrirlestra, annars vegar um faglegt álit sitt á samkeppnishæfni landsins og hins vegar um stefnumótun. Heimsóknin heppnaðist afar vel og uppselt var á báða fyrirlestrana.

Hákon Gunnarsson stofnaði Gekon árið 2009, sem leiddi af sér áframhaldandi samstarf við prófessor Porter og óhætt er að segja að við það hafi vægi Gekon sem sérfræðings á sviði stefnumótunar og klasastjórnunar aukist. Tímamót urðu þegar prófessor Porter, í samvinnu við Dr. Christian Ketels samstarfsmann sinn hjá Harvard, leiddu vinnu við kortlagningu íslenska jarðvarmaklasans og kynntu þeir þá vinnu í Háskólabíó þann 1. nóvember 2010. Dr. Ketels gegnir auk starfa sinna hjá Harvard og Stockholm School of Economics hlutverki forseta TCI, sem eru alþjóðleg samtök klasastjórnenda. Gekon er eini aðilinn frá Íslandi sem er í TCI samtökunum. 

Michael Porter hefur ítrekað boðið Hákoni Gunnarssyni og Rósbjörgu Jónsdóttur á námskeið í Harvard Business School á sviði samkeppnishæfni, klasastjórnunar og stefnumótunar sem byggir á ábyrgri stjórnun - CSV (Creating Shared Value) í Boston.  Eftir heimsókn Rósbjargar til Boston í desember 2014 og fund með Porter þar hófst samstarf Gekon og FSG sem er 200 manna leiðandi fyrirtæki á sviði CSV í heiminum. Gekon mun leggja mikla áherslu á ráðgjöf á þessu sviði stefnumótunar í framtíðinni. 

IESE háskólinn í Barcelona hefur skrifað dæmisögu (e. case) um tilurð og þróun klasasamstarfsins sem nýtt hefur verið sem kennsluefni víðsvegar um heiminn. Höfundar þess eru Emiliano Duch og Maria Blazquez, kennarar við IESE. Duch er sérfræðingur World Bank um klasa og klasastjórnun og hefur hann nokkrum sinnum komið hingað til lands og unnið með Gekon á ýmsum sviðum.

Aðrir erlendir sérfræðingar á sviði klasastjórnunar sem Gekon hefur góð tengsl við eru Dr. Gerd Meier zu Köcker forstjóri þýska klasasambandins – Kompetenznetze Deuthschland), Reza Zadeh framkvæmdastjóri European Foundation for Clusters Excellence og Werner Pamminger forstjóri Clusterland í Linz í Austurríki sem af mörgum er talið vera fyrirmynd í klasastjórnun í Evrópu. Þá er óupptalið þéttriðið tengslanet sem starfsmenn Gekon hafa myndað um allan heim í kjölfar heimsókna og námskeiða á vegum félagsins.