Stjórnendur

Hákon Gunnarsson – stofnandi 
 

Hákon lagði stund á viðskipta- og hagfræði. Hann lauk cand.oecon. frá Háskóla Íslands árið 1986 og Msc. frá Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn árið 1995.

Hákon hefur víðtæka starfsreynslu og þekkingu úr atvinnulífinu. Áður en hann stofnaði Gekon starfaði hann hjá Capacent til átta ára (2000-2008) og stýrði meðal annars stjórnun og stefnumótunarsviði fyrirtækisins síðustu þrjú árin. Hann gegndi stöðu fjármálastjóra Íslenska járnblendifélagsins (1998-1999), framkvæmdastjóra Samsölubakarís (1997-1998) og framkvæmdastjóra Íslenskra Getrauna (1986-1990). Þá var Hákon framkvæmdastjóri HM í handbolta, sem haldið var á Íslandi árið 1995.

Hákon hefur tekið ýmis viðurkennd námskeið á sviði klasastjórnunar. Má þar nefna Microeconomics of Competitiveness við Harvard Business School árið 2011, í boði Dr. Michael Porters, og Barcelona Cluster Summer School við IESE háskólann í Barcelona árið 2010.

Hákon er mikill knattspyrnuáhugamaður. Hann spilaði um árabil með Breiðablik og er einn leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þá er líf hans og yndi að róa á kajaknum innan um fuglalífið í Gálgahrauninu.

Netfang:hakon@gekon.is
TEL: +354-893-1810